Margir sitja vafalítið sveittir yfir skattframtali sínu þessa dagana en frestur til að skila netframtali rennur út fimmtudaginn 22. mars næstkomandi. Reyndar er hægt að fresta skilum. Sá er ekki langur en við lokafrestinn bætast fimm dagar. Þeir sem bisa við að reikna út meðalgengi gjaldmiðla geta nú andað léttar. Seðlabankinn hefur nefnilega lagt hönd á plóg framteljenda og birt upplýsingar um það hvernig finna á meðalgengið.

Leiðingar um útreikning á meðalgengi má nálgast á netsíðu Seðlabankans .

Þar segir m.a.:

„Til að finna meðalgengi er hægt að smella á tengilinn gengisskráning og síðan er rétt að fara á síðuna tímaraðir í Excel (m.a. meðalgengi). Á þeirri síðu er hægt að velja gjaldmiðil og tímabil eftir þörfum.“