OneSystems hefur gert samkomulag við Seðlabanka Íslands um kaup á mála- og skjalastjórnunarkerfi frá OneSystems sem byggir á nýjustu tækni og gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að stofna mál og flokka skjöl undir þau. Hvert mál hefur ákveðinn líftíma, öryggi, ábyrgðarmann, einkvæmt númer, málaflokkun, málalykil og aðrar upplýsingar sem skipta máli við úrvinnslu málsins. OneSystems notar Moreq2 þarfakröfur Evrópulanda sem viðmið í þróun kerfisins fyrir opinberar stofnanir á Íslandi og í Evrópu.

Fram kemur í tilkynningu að kerfin byggi á stýrikerfum frá Microsoft og vefviðmóti og uppfylla ýtrustu kröfur um skjalaöryggi. Helstu kostir One kerfa eru léttur biðlari, hraði, öflugar aðgangsstýringar, öryggi á gögn ásamt einföldu og þægilegu viðmóti fyrir notandann.

OneSystems er fyrirtæki sem að sérhæfir sig í hönnun skjala- og málalausna fyrir Microsoft.