Einn og hálfur mánuður leið á milli þess að Seðlabanki Íslands hætti inngripum á gjaldeyrismarkaði í febrúar og þar til hann hóf að kaupa gjaldeyri að nýju í lok mars.

Í febrúar keypti bankinn gjaldeyri fyrir um 10,7 milljarða og voru síðustu viðskiptin 14. febrúar. 27. mars keypti bankinn svo aftur gjaldeyri fyrir um 2,3 milljarða. Seðlabankinn keypti gjaldeyri samtals fyrir um 3,3 milljarða í mars.

Leita þarf aftur til nóvember á síðasta ári til að finna jafn lítil umsvif Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði. Þá keypti bankinn gjaldeyri fyrir tæpan milljarð en í desember keypti bankinn gjaldeyri fyrir um 5,5 milljarða og svo fyrir 10,7 milljarða í janúar.