Seðlabankinn keypti í dag evrur fyrir 5,8 milljarða króna í útboði, þar sem boðið var upp á tvær mismunandi leiðir. Annars vegar tók bankinn tilboðum í ríkisverðbréfaleið fyrir 3,0 milljónir evra og hins vegar í fjárfestingarleið fyrir 22,2 milljónir evra. Gengi allra viðskiptanna námu 230 krónum á hverja evru.

Síðar í dag fór fram útboð um Seðlabankans á krónum fyrir evrur. Alls bárust tilboð að fjárhæð 9,3 milljarðar króna og var tilboðum að fjárhæð 5,7 milljarðar tekið. Gengi í útboðinu var 231 króna á evru.