Seðlabanki Íslands tók tilboðum að fjárhæð 22,5 milljónir evra í gær í gjaldeyrisútboði, þar sem bankinn seldi krónur í skiptum fyrir evrur. Gengi viðskiptanna var 239 krónur fyrir hverja evru. Stærsti hluti upphæðarinnar fór í gegnum svokallaða fjárfestingarleið, eða 20,7 milljónir evra.

Bankinn bauðst einnig til þess að greiða fyrir evrurnar í löngum ríkisverðbréfum (RIKS 33) en aðeins var tekið tilboðum fyrir 1,8 milljónir evra af alls 70,9 milljóna eftirspurn. Í öðru uppboði, sem haldið var nokkrum klukkustundum síðar, keypti bankinn krónur í skiptum fyrir evrur. Alls bárust tilboð að fjárhæð 26,3 milljarðar króna og var tilboðum tekið fyrir 4,9 milljarða. Lágmarksverð samþykktra tilboða var 235 krónur