Seðlabanki Íslands hefur lagt til að eignir hans verði gerðar friðhelgar og undanþegnar hvers kyns fullnustugerðum. Talið er að vegna breyttra starfshátta bankans sé aukin hætta á því að aðilar muni leita fullnustu í eignum bankans. Þetta kemur fram í nýrri lokaskýrslu nefndar um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands sem var birt í dag.

Vakin er athygli á því að þar sem ríkið beri ábyrgð á öllum skuldbindingum bankans þá þurfi einnig að athuga hvaða reglur gildi almennt um fullnustu í eignum ríkisins. Í umsögn sem Seðlabanki veitti fjárlaganefnd Alþingis árið 2009 í tengslum við Icesave-samingana var bent á „að í íslensku fullnusturéttarfari nyti ríkið engrar sérstakrar friðhelgi umfram aðra tjónþola, en að ákveðnar takmarkanir skv. stjórnarskrá og þjóðarrétti.

Í nefndinni sátu dr. Þráinn Eggertsson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, formaður, og dr. Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík.