© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Seðlabanki Íslands hefur komið í veg fyrir að hollenskir sparifjáreigendur fái greitt frá slitastjórn Landsbankans. Þetta kemur fram í fréttum hollenskra fjölmiðla í dag.

Um er að ræða fé sparifjáreigenda sem áttu yfir 100 þúsund evrur á Icesave reikningum Landsbankans. Þeir hafa fengið greitt inn á reikninga sem þeir geta ekki nálgast samkvæmt frétt Volkskrant . Þar setur Gerard van Vliet, talsmaður sparifjáreigenda þessa ákvörðun Seðlabankans í samhengi við skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir Íslendinga með þessu nota þeirra fé til að stoppa upp í eigin göt.

Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitastjórnarinnar, segir í samtali við Viðskiptablaðið að um sé að ræða tveir greiðslur frá því í haust og í vor. Samtals er um að ræða 265 milljarða íslenskra króna. Slitastjórnin hefur sótt um undanþágu til Seðlabankans til að fá að greiða þetta til forgangskröfuhafa en að Seðlabankinn hafi ekki fallist á þá beiðni. Í fréttum hollenskra fjölmiðla er greint frá því að engin svör hafi borist frá íslenskum um það hvers vegna greiðslunum er haldið eftir.