Seðlageymslu Seðlabankans var lokað á Akureyri í dag. Þetta var síðasta seðlageymsla bankans utan Reykjavíkur sem lokað hefur verið upp á síðkastið.

Seðlabankinn hefur rekið geymslur sem þessar um áratuga skeið. Árið 1950 voru þær fimm en flestar árið 1980 þegar þær voru 24 talsins. Geymslurnar voru í fjármálastofnunum víða um land. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum frá árinu 2000 hafi miklar breytingar orðið á verkefnum og verklagi í fjárhirslum Seðlabankans, en hluti af þessum breytingum hefur verið endurskoðun á hlutverki bankans í seðladreifingu á Íslandi. Ákveðið var árið 2003 að loka öllum geymslunum á landsbyggðinni og hefur það gengið eftir.