Í nýju yfirliti Lánamála ríkisins sést að hlutfall erlendra eigenda ríkisbréfa minnkaði í desember síðastliðnum. Fer það saman við kaup Seðlabanka Íslands á ríkisbréfum af erlendum aðila, sem ekki hefur enn verið útskýrt af stjórnendum Seðlabankans. Ekki er vitað hvort Seðlabankinn ætli sér að eiga þessi bréf.

Skuldabréfaflokkarnir sem Seðlabanki Íslands á nú í eru RIKB12 (keypt fyrir 3,4 milljarða að nafnvirði), RIKB13 (6,3 milljarðar), RIKB16 (2,8 milljarðar) og RIKB25 (3,7 milljarðar). Á myndinni hér á neðan má sjá að hlutfall bréfa í eigu erlendra aðila hefur minnkað í þessum flokki.

Hlutfall ríkisbréfa í eigu erlendra aðila.
Hlutfall ríkisbréfa í eigu erlendra aðila.
© vb.is (vb.is)

Heimild: Lánamál ríkisins