Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í morgun og hefur vísað frá máli Samherja gegn Seðlabankanum og kröfum um að rannsókn bankans á hendur félaginu vegna ætlaðra brota á gjaldeyrishöftum hafi verið ólögmæt. Samherji krafðist þess að Seðlabankanum yrði gert að loka fyrir aðgang að gögnum sem aflað var í rannsókninn og eyða afritum þeirra.

Seðlabankinn gerði húsleit á skrifstofum Samherja og tölvufyrirtæki sem vann fyrir fyrirtækið í Reykjavík og Akureyri seint í mars og lagði hald á tölvur og gögn.

Við rannsókn málsins kom í ljóst að í tölvukerfi Samherja var bókhald annarra fyrirtækja. Þau voru læst. Engu að síður komst starfsmaður Seðlabankans inn í gögnin. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að Seðlabankinn hafi haft heimild til að brjóta sér leið inn í kerfið og skoða gögn á læstu svæði.

Frávísun Hæstaréttar