*

þriðjudagur, 20. október 2020
Innlent 7. ágúst 2020 11:29

Seðlabankinn með 4,3 milljarða sölu

Sala Seðlabankans á íslenskum krónum nam 4,3 milljörðum í júlí, raungengi krónunnar lækkaði um 3,3% milli mánaða.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Seðlabankinn seldi íslenskar krónur á gjaldeyrismarkaði fyrir 4,3 milljarða króna í júlí 2020. Hlutur Seðlabankans var tæplega 20% af heildarveltu gjaldeyrismarkaðarins. Þetta kemur fram í ný birtu talnaefni Seðlabankans.

Heildarvelta nam 21,7 milljörðum króna og hækkaði meðalgengi evru gagnvart krónu um 3,7% milli mánaðanna júní og júlí 2020.

Verulegur samdráttur á heildarveltu er því milli mánaða en hún nam 43 milljörðum króna í júní. Viðskipti Seðlabankans námu tæplega 12 milljörðum í júnímánuði. Þá námu nettókaup Seðlabankans hins vegar 813 milljónum, og keypti bankinn því íslenskar krónur fyrir 813 milljónir. 

Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 3,3% milli mánaða og hefur lækkað um 8,5% milli ára. Raungengi hennar nam 81 stigi í júlí og er mælikvarði á hlutfallslegt verðlag.