Seðlabankinn mun innleysa a.m.k. 543 milljóna króna gengishagnað í seinni hluta gjaldeyrisútboðs þess sem fram fór nýlega en bankinn hefur boðist til þess að kaupa evrur á hámarksgenginu 210 kr/evru, en eins og fram kom á vb.is í gær var meðalgengi í fyrri hluta útboðsins 218,9 kr/evru. Greint er frá því í Morgunblaðinu í dag að takist bankanum að kaupa allar þær 61 milljónir evra sem seldar voru í útboðinu verði munurinn því níu krónur á evru eða 543 milljónir króna að minnsta kosti.

Jafnframt er bent á það í Morgunblaðinu að Seðlabankinn hyggist kaupa fleiri evrur en hann seldi og fari allt samkvæmt áætlun mun hann eiga þremur milljónum evra meira en þegar haldið var af stað en krónueignin verði aðeins 73 milljónum minni. Því muni bankinn hagnast á viðskiptunum hvernig sem á það er litið.