Nýr samstarfssamningur milli Seðlabanka Íslands og Hagstofunnar á sviði rannsókna hefur verið undirritaður, að því er fram kemur á vefsíðu seðlabankans.

Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirrituðu samninginn. Um markmið samningsins segir í fréttatilkynningu seðlabankans:

„Markmið samningsins er að auka samstarf Hagstofu Íslands og Seðlabanka Íslands á sviði rannsókna með því að veita sérfræðingum Seðlabanka Íslands tækifæri til að sinna rannsóknarverkefnum í samstarfi við Hagstofu Íslands. Jafnframt gerir samstarfssamningurinn Hagstofunni kleift að auka gæði sinna gagna í samstarfi við fræðimenn Seðlabankans.“