*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 18. nóvember 2011 16:13

Seðlabankinn opnar fyrir aflandskrónur

Fjárfestar sem vilja fjárfesta hér verða að kaupa gjaldeyri í útboði Seðlabankans og jafn háa fjárhæð af fjármálastofnunum.

Ritstjórn
Már Guðmundsson seðlabankastjóri
vb.is

„Við erum nú að opna leið fyrir hinar svokölluðu aflandskrónur, leið til að festa þær í innlendu efnahagslífi,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.

Már og fleiri starfsmenn Seðlabankans kynna nú lið í afnámi gjaldeyrishafta sem nefnd er fjárfestingarleiðin.

Leiðin felur í sér að þeir fjárfestar sem hyggjast fjárfesta hér á landi fyrir erlenda gjaldeyris geta keypt íslenskar krónur fyrir hluta gjaldeyris í gjaldeyrisútboði Seðlabankans á næstu mánuðum. Skilyrt er að sömu fjárfestar kaupi að minnsta kosti sömu fjárhæð króna í venjulegum viðskiptum við fjármálastofnanir.

Fjárfestingarleið Seðlabankans