Seðlabanki íslands hefur til rannsóknar meint brot Reita fasteignafélags á gjaldeyrislögum. Rannsóknin snýr að viðauka sem var gerður við lánasamninga við erlendan lánveitanda á árinu 2009 án þess að leitað hafi verið eftir undanþágum Seðlabankans fyrirbreytingunum.

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir að unnið sé að lausn málsins. Reitir eigi í samskiptum við Seðlabankann vegna málsins og viðræður standi yfir við lánveitandann, sem er þýskur banki. Seðlabankinn tilkynnti Reitum þann 20. desember síðastliðinn að ákveðið hefði verið að hefja rannsókn. Greint er frá rannsókninni í ársreikningi Reita fyrir síðasta ár.

Seðlabankinn hefur til rannsóknar hvort Reitir hafi á árinu 2009 brotið gegnum ákvæðum laga um gjaldeyrismál vegna þess að viðaukar voru gerðir við erlendan lánasamning án þess að leitað var eftir samþykki Seðlabankans.

Viðaukarnir eru taldir brjóta á gjaldeyrislögum en þeir voru gerðir í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu samstæðunnar. Erlenda lánsfjárhæðin er veruleg í samanburði við veltu á gjaldeyrismarkaði, eða um 15 milljarðar króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.