Gengi krónu gagnvart Bandaríkjadollar hefur ekki verið sterkara í rúm tvö ár. Undir lok þriðjudags fengust rúmar 114 krónur fyrir dollarann og hefur gengið gagnvart dollar því styrkst um 7% frá því um miðjan nóvember á síðasta ári.

Þá hefur krónan einnig styrkst talsvert gagnvart evru á síðustu vikum, eða um fimm og hálft prósentustig frá og með lok október í fyrra. Erfitt er að segja til um hvað veldur auknu gjaldeyrisinnflæði síðustu vikur en greiningaraðilar hafa bent á að umfangsmikil gjaldeyrisútboð Seðlabankans, aukinn afgangur af þjónustujöfnuði og litlar erlendar afborganir fyrirtækja að undanförnu gætu skýrt innflæðið.

Styrkingu gagnvart Bandaríkjadollar, um fram það sem merkja má gagnvart evrunni, má líklega rekja til veikingu dollara gagnvart evru á undanförnum mánuðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .