*

mánudagur, 1. mars 2021
Innlent 28. september 2017 08:40

Seðlabankinn seldi til Tortólafélags

Krafa að verðmæti 360 milljónir króna var seld af Eignasafni SÍ til félags í skilgreindu lágskattaríki.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í lok júní seldi Eignasafn Seðlabanka Íslands, sem heldur utan um eignir Seðlabankans, kröfu á hendur breskum viðskiptamanni til félags sem skráð er á Tortóla. Um er að ræða kröfu á hendur Kevin Stanford sem nemur að nafnverði 2,5 milljónum punda, eða sem nemur um 360 milljónum króna.

Tortóla eyja er hluti af Bresku Jómfrúreyjum í Karabíska hafinu, en þær eru á lista yfir lágskattaríki hjá íslenskum stjórnvöldum að því er Morgunblaðið greinir frá. Krafan var seld til félagsins Shineclear Holdings Limited, sem stofnað var 1. mars síðastliðinn af fyrirtækinu AMS Trustees Limited.

Framkvæmdastjóri ESÍ, Haukur C. Benediktsson, undirritaði þann 29. júní síðastliðinn framsal á kröfunni til fyrstnefnda félagsins eftir að það var keypt af VBS-eignasafni hf. tæpum tveimur mánuðum áður.