Seðlabanki Íslands hefur lokið rannsókn á meintum brotum útgerðarféllagsins Samherja á gjaldeyrislögum og sent málið til meðferðar hjá sérstökum saksóknara. Greint er frá þessu á Mbl.is .

Seðlabankinn réðist í húsleitir í höfuðstöðvum Samherja í mars 2012 ásamt starfsmönnum sérstaks saksóknara. Seðlabankinn hefur ekkert gefið upp um framgang málsins síðan. Fram kemur í frétt Mbl að Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, hafi ekki viljað tjá sig um málið þegar leitað var viðbragða. „Seðlabanki Íslands getur ekki tjáð sig um gang þeirra mála sem til rannsóknar kunna að vera,“ sagði í svari bankans.