Seðlabanki Íslands virðist því vera sér á báti þegar horft er til þeirra landa sem við höfum hingað til borið okkur saman við að mati greiningardeildar Arion banka. Á sama tíma og Seðlabankinn hér heima kjósi að hefja vaxtahækkunarferli sitt þá hafa seðlabankar úti í heimi látið staðar numið í bili að minnsta kosti. Þetta geri þeir þrátt fyrir umtalsverða verðbólgu þar sem óvissan er mikil – en ljóst er að þar fái hagkerfin að njóta vafans.

Í Markaðspunktum Arion banka segir að á síðustu vaxtaákvörðunarfundum hafi peningastefnunefnd undirbúið jarðveginn fyrir komandi vaxtahækkanir. Í dag hafi nefndin til skarar skríða og hækkaði vexti um 25 punkta. Í yfirlýsingunni sem fylgdi í kjölfarið var einnig gefið til kynna að frekari hækkun vaxta sé á dagskrá. Segja megi að Seðlabankinn hafi verið samkvæmur sjálfum sér – þrátt fyrir að deila megi um hversu sterk rök liggi þar að baki.