Seðlabankinn hefur gripið 25 sinnum inn í á gjaldeyrismarkaði síðan um síðustu áramót. Hagfræðideild Landsbankans segir í Hagsjá sinni í dag að hann hafi 18 sinnum selt evur fyrir níu milljarða króna og sjö sinnum keypt þær fyrir 3,3 milljarða. Af þessum sökum er uppsagnað misvægi 5,7 milljarðar króna. Þá seldi Seðlabankinn Landsbankanum sex milljarða evra í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt þessu hefur Seðlabankinn dælt 11,7 milljörðum króna í gjaldeyri inn í fjármálakerfið frá áramótum til að jafna út skammtímasveiflur á gengi krónunnar.

Hagfræðideildin bendir á að gengi krónunnar veiktist um 2,8% í september á móti evru, um 0,4% á móti Bandaríkjadal, 4,8% á móti bresku pundi og 2,1% á móti norsku krónunni. Gengisvísitalan hækkaði um 2,3% í mánuðinum.

Hagfræðideildin segir Seðlabankann hafa gripið þrisvar sinnum inn í markaðinn í mánuðinum, tvisvar selt evrur og keypt evrur í eitt skipti. Undir lok mánaðarins kostaði ein evra 162,5 krónum í samanburði við 158,5 krónur í lok ágúst.