Seðlabankinn hefur endurskoðað hagvaxtarhorfur fyrir árið í ár og spáir nú 2,9% hagvexti í stað 3,4% í ágúst. Þetta kemur fram í peningamálum bankans.

Bankinn telur að hagvöxtur aukist á ný á næsta ári og verði 3,5% en minnki árið 2016 og verði 3%.

Seðlabankinn segir að ef spáin gangi eftir verði hagvöxtur að meðaltali rétt undir 3% á spátímanum sem er lítillega yfir meðalhagvexti síðustu þrjátíu ára og vel yfir spáðum meðalhagvexti í helstu viðskiptalöndum.

Bankinn segir einnig að ef spáin gangi eftir verður verðbólga á bilinu 2-3% á meginhluta spátímans.