*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 11. september 2018 15:51

Seðlabankinn staðfestir inngrip

Seðlabankinn beitti inngripum á gjaldeyrismarkaðinn í dag. Þetta staðfestir Stefán Jóhann Stefánsson í samtali við Viðskiptablaðið.

Ritstjórn
Seðlabanki Íslands
Haraldur Guðjónsson

Seðlabankinn beitti inngripum á gjaldeyrismarkaðinn í dag. Þetta staðfestir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabanka Íslands, í samtali við Viðskiptablaðið.

„Seðlabankinn beitti inngripum á gjaldeyrismarkaðinn í dag í samræmi við yfirlýsingu peningastefnunefndar. Það var ákveðin hreyfing á markaði sem átti sér stað og Seðlabankinn greip inn í til að sporna við henni,“ segir Stefán. 

Aðspurður um umfang inngripsins vildi hann ekki tjá sig en sagði að nánari upplýsingar verði gerðar opinberar á heimasíðu bankans eftir 2 daga.