Heimsmarkaðsverð á gulli lækkaði mikið á síðasta ári eða um 30% og fór niður í 1.204 dali á únsu. Verðlækkun á gulli hefur ekki sést í tólf ár eða síðan árið 2001. Um áramótin síðustu stóð gullverðið í 1.204 dölum á únsu.

Verðlækkunin hefur haft áhrif á Seðlabanka Íslands. Við upphaf árs 2013 nam verðmæti gullforða bankans tæpum 13,8 milljörðum króna. Neikvæð verðþróun á heimsmarkaði skilaði því hins vegar að verðið var komið niður í 9,5 milljarða í lok nóvember. Samdrátturinn á þessum ellefu mánuðum nemur 30,5% sem er í samræmi við alþjóðlega þróun.

Ekki liggja hins vegar tölur fyrir um verðmæti gullforða Seðlabankans í desember.