Seðlabankinn Fundur 31.05.11
Seðlabankinn Fundur 31.05.11
© BIG (VB MYND/BIG)
Annað gjaldeyrisútboð Seðlabankans fór fram í dag sem liður í losun hafta í fjármagnsviðskiptum. Seðlabankinn bauðst til að kaupa krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri.

Alls bárust tilboð að fjárhæð 52.234.000.000 krónur. Tilboðum var tekið fyrir 14.933.240.000 krónur og var lágmarksverð samþykktra tilboða 215,00 krónur fyrir evru og var meðalverð samþjafnhá ykktra tilboða 216,33 krónur fyrir evru. Tilboðum sem voru yfir lágmarksverði var tekið að fullu, en tilboð sem voru lágmarksverði voru samþykkt hlutfallslega miðað við hlutfallið 44,0%. Útboðinu var þannig háttað að öll samþykkt tilboð miðast við þau gengi sem lögð voru inn.