Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans staðfestir að Eignasafn Seðlabankans hafi ekki staðið í neinni skortsölu og því sé ályktun blaðamanns FinansWatch röng. Vefur Viðskiptablaðsins sagði frá því fyrr í dag að danski vefmiðillinn FinansWatch hafi dregið þá ályktun að Eignasafn Seðlbanka Íslands hafi verið að verja sig gegn lækkunum í Pandora með skortsölu. Seðlabankinn hafi ekki viljað svara áspurningum FinansWatch um þetta málefni.