Í formála seðlabankastjóra í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika kemur fram að það valdi vissum áhyggjum að grunnrekstur við- skiptabankanna er tiltölulega veikur. Þá átti hann við rekstur bankanna þegar horft er framhjá tímabundnum tekjum vegna uppfærslu eigna og annarra einskiptisliða. Í því ljósi telur hann að við núverandi aðstæður sé varhugavert að „veikja viðnáms- þrótt bankana um of með verulegum arðgreiðslum“.

Greiða 56% af hagnaðinum í arð

Á síðasta ári högnuðust stóru við- skiptabankarnir þrír, Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn, um 81 milljarð króna eftir skatt borið saman við rúma 64 milljarða árið áður. Einskiptisliðir eru ráðandi í afkomu bankanna en tekjur vegna uppfærslu útlána, sölu og uppfærslu stærstu eignarhluta í félögum og aflagðri starfsemi voru um 55% af heildarhagnaði fyrir skatta árið 2014. Áform eru um að bankarnir greiði saman 46 milljarða í arð á þessu ári til hluthafa sinna eða sem nemur 56% af hagnaði ársins 2015. Þar að auki hefur Landsbankinn fengið heimild hluthafafundar til að kaupa allt að 10% af eigin hlutabréfum en slík kaup eru sambærileg arðgreiðslum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .