Seðlabankinn vill ekki svara hvort hann hafi varið sig gegn mögulegu tapi á Pandora með skortsölu. Útlit er fyrir mikið tap bankans á hlutabréfaeign sinni í Pandora nema hann hafi varið sig. Þetta kemur fram á FinansWatch.

Vangaveltur hafa verið uppi um hvaða aðili hafi verið að veðja á lækkun hlutabréfaverðs í Pandora með stórum stöðutökum.

Seðlabankinn er talinn með þeim lílegustu samkvæmt FinansWatch þar sem hann á mikið undir eftir söluna á FIH. FinansWatch hefur sent tölvupóst á Seðlbankann þar sem óskað er eftir staðfestingu eða synjun á því hvort bankinn hafi varið sig með skortsölu í Pandora.

Stefán Jóhann Stefánsson, talsmaður Seðlabankans, svaraði FinansWatch í upphafi að svar væri á leiðinni en breytti svo svörum sínum á þann veg að þeir vilji ekki svara svona spurningum.

Hér má sjá frétt FinansWatch.