Í minnisblaði efnahags- og viðskiptaráðuenytisins til efnahags- og viðskiptanefndar er lagt er til að Seðlabankanum verði veitt heimild til þess að opna fyrir „afleiðumarkað með NDF með reglum“. NDF stendur fyrir „Non-deliverable forwards“. Nær öll lönd sem eru með einhvers konar gjaldeyrishöft hafa markað af þessu tagi. Slíkur markaður myndi gera aðilum kleift að gera framvirka samninga með gjaldeyri og verja sig þannig fyrir sveiflum án þess að samningarnir hafi áhrif á seðlabankagengi krónunnar. Um er að ræða samninga milli tveggja aðila, rétt eins og gjaldmiðlavaxtasamningar. Samningarnir eru hins vegar gerðir upp í erlendri mynt, oftastnær dollar. Því leiðir markaðurinn ekki til flæðis á krónum.

Aðilar sem gætu nýtt sér slíkan markað hérlendis, og tekið stöðu á seljendahliðinni, eru til dæmis íslensk útflutningsfyrirtæki og lífeyrissjóðir. Samningarnir gerðu þeim kleift að gera upp miðað við samningana. Á hinum enda borðsins yrðu t.d. kröfuhafar. Fagfjárfestar eru almennt stórir á mörkuðum sem þessum, en talið er að þeir séu á bilinu 60-80 prósent fjárfesta.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.