Um 93% útlána og krafna VBS fjárfestingarbanka eru talin töpuð, bankinn var ógjaldfær í febrúar 2008 og hann átti einungis 6,7 milljónir króna í reiðufé þegar hann var tekinn yfir í mars 2010. Slitastjórn VBS þarf að fá um 200 milljónir króna að láni hjá kröfuhöfum bankans til að klára slitameðferð hans.

Lyìstar kröfur í bú VBS námu 48 milljörðum króna en 91% af 9,9 milljarða króna eignum bankans eru veðsettar Kaupþingi og Seðlabanka Íslands.

Aðrir kröfuhafar þurfa því að skipta á milli sín 859 milljónum króna. Á meðal þeirra eru fjölmargir íslenskir lífeyrissjóðir sem keyptu skuldabréf útgefin af VBS fyrir samtals milljarða króna. Þeir munu líklega ekki fá neitt upp í kröfur sínar. Þetta kemur fram í skyìrslu sem slitastjórn VBS gerði fyrir kröfuhafa félagsins og afhenti þeim á kröfuhafafundi í síðustu viku.

Viðskiptablaðið hefur skyìrsluna undir höndum. Seðlabanki Íslands er langstærsti kröfuhafi VBS með tæplega 30 milljarða króna kröfu. Hún er tilkomin vegna veðlánaviðskipta sem VBS tók þátt í við Seðlabankann. Krafan er að mestu töpuð.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .