Víðir Smári Pedersen, lögmaður Portusar, félags Hörpu, segir 22 milljarða króna verðmat á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu fráleitt og telur hann himinn og haf á milli virðistmats sem Portus fékk hjá PwC og Capacent. Samkvæmt því er markaðsvirðið sex til sjö millljarðar króna.

Málið, sem deilt er um í Héraðsdómi Reykjavíkur, snýst um það hvort yfirfasteignamatsnefnd hafi farið að lögum þegar hún kvað upp úrskurð sinn um fasteignamat Hörpu. Byggingin væri einstök og ekki hægt að finna á hana markaðsvirði.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag.