Nico Buchholz, yfirmaður flotamála hjá þýska flugfélaginu Lufthansa, kvartaði undan því í gær að félagið væri ekki að fullu ánægt með þyngd nýjustu breiðþotu Boeing, 747-8, sem er nýasta vélin í Boeing 747 línunni.

Hann sagði að þó svo að félaginu fyndist vélin enn of þung, og eyða þar með of miklu eldsneyti, hafði það engin áhrif á kaup Lufthansa á vélunum. LUfthansa fékk fyrstu Beoing 747-8 vélina afhenta í byrjun þessa árs og var þar með fyrsta félagið til að taka vélina í notkun.

Boeing 747-8 er lengri og bættari útgáfa af hinni þekktu breiðþotu 747-400. Við hönnun og smíði vélarinnar er gert ráð fyrir meira koltrefjaefnum en áður hefur þekkst við flugvélasmíði og var því ætlað að létta vélina í samanburði við aðrar vélar. Sama tækni var notuð við hönnum og smíði 787 Dreamliner vél.

Buchholz sagði 747-8 stæði ekki undir væntingum hvað þyngd varðar. Forsvarsmenn Boeing hafa viðurkennt að vélin sé þyngri en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir en gera þó ráð fyrir að með bætti hönnun megi létta vélina árið 2014.

Lufthansa hefur þegar fengið tvær flutningavélar af þessari gerð afhentar en fékk í síðustu viku fyrstu farþegavélina afhenta. Vélin verður nýtt í flug á milli Frankfurt og Washington DC.

Þó hún sé glæsileg í útliti eru pantanir á 747-8 nokkuð undir áætlun. Í dag eru aðeins 36 farþegavélar pantaðar, þar af eru 20 þeirra pantaðar af Lufthansa. Á sama tíma hafa þó 70 flutningavélar verið pantaðar.