*

miðvikudagur, 15. júlí 2020
Erlent 31. júlí 2019 16:01

Segir 900 störf í hættu

Forstjóri Ryanair segir starfsfólki sínu að búa sig undir uppsagnir á næstu misserum.

Ritstjórn
epa

Michael O‘Leary, forstjóri írska lágfargjaldaflugfélagsins Ryanair segir í myndbandi til starfsmanna sinna að uppsagnir séu yfirvofandi hjá félaginu sem tilkynnt verðu um í lok ágúst. Myndbandið kemur í kjölfarið á ummælum O‘Leary frá því í síðustu viku þar sem hann greindi frá því að Ryanair þyrfti að draga saman flugframboð sitt fyrir næsta sumar vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX vélanna og sendi þau skilaboð til Boeing að „taka sig saman í andlitinu“. Þetta kemur fram í frétt BBC.

O‘Leary tilgreindi ekki nákvæmlega í myndbandinu hve mörgum yrði sagt upp en sagði að félagið væri með 500 flugmönnum og 400 flugliða of marga á launaskrá. Auk þess þyrfti félagið um 600 færri flugliða næsta sumar.Þá bætti hann því við að uppsagnirnar væru óumflýjanlegar en að félagið myndi gera sitt besta við takmarka niðurskurðinn. 

Það eru þó ekki bara flugmenn og flugliðar Ryanair sem munu finna fyrir samdrætti og verri rekstarárangri en hagnaður félagsins dróst saman um 21% á öðrum ársfjórðungi frá sama tíma í fyrra auk þess sem meðalflugfargjöld lækkuðu um 6%. Á mánudag var tilkynnt um að laun O‘Leary myndu lækka um 50% í 500.000 evrur á ári auk þess sem bónusgreiðslur yrðu lækkaðar þannig að þær geti að hámarki numið árslaunum hans. 

O‘Leary þarf þó ekki að lepja dauðan úr skel þar sem honum var á sama tíma veittur 10 milljón hlutir í Ryanair til viðbótar við þá 5 milljónir hluta sem hann á nú þegar. 

Stikkorð: Boeing Ryanair