Sterkur orðrómur er um það í Brussel að unnið sé á bakvið tjöldin að aðildarsamningi sem fæli það í sér að Ísland færðist á undan Króatíu í röðinni um að aðild að Evrópusambandinu.

Þetta segir Danial Hannan, þingmaður Bretlands á Evrópuþinginu á vef sínum en Hannan er vel kunnur málum hér á landi og skrifaði fyrir jólin grein í Morgunblaðið þar sem hann hvatti Íslendinga til að sækja ekki um aðild að ESB.

Hannan segir á vef sínum að Sjálfstæðisflokkurinn liggi nú undir feld og íhugi afstöðu sína til aðildar að ESB.

Hann segir ESB sjá sér leik á borði með aðild Íslands en aðild Íslands að ESB komi aðeins til af örvæntingu.

„Þegar þeir [Íslendingar] hafa hrist af sér núverandi deyfð munu þeir sjá að ESB er engin lausn, aðild að sambandinu mun gera þá fátækari, lýðræðishallinn eykst og frelsið verður minna,“ segir Hannan á vef sínum.

Þá segir Hannan að nú hlakki í þingmönnum Evrópuþingsins yfir óförum Íslendinga. Þeim hafi alltaf mislíkað hversu að sjá Ísland hagnast af EES sáttmálanum.

Sjá grein Hannan.