Orri Hauksson, forstjóri Símans, kveðst ánægður með að kaupréttaráætlun fyrir starfsmenn fyrirtæksins hafi verið samþykkt á hluthafafundi í gær. Hún sé sanngjörn og jafnframt liður í því að halda góðu starfsfólki hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í Markaðnum á Fréttablaðinu .

Samkvæmt áætlunininni geta starfsmenn Símans keypt hlutafé fyrir allt að 600 þúsund krónur á ári í þrjú ár. Virði kaupréttarins nemur 1,2 milljörðum króna. „Þetta er hóflegt og afmarkað kerfi, en skattalega hagkvæmt, og við teljum að það tvinni saman langtímahagsmuni starfsmanna og fyrirtækisins,“ segir Orri.

Á fundinum kom fram að Síminn hafi þurft að eiga við mikla starfsmannaveltu og samkeppni um lykilfólk. Spurður hvort áætlunin getu dregið úr starfsmannaveltunni segist Orri telja að allt skipti máli, þótt áætlunin ein og sér ráði ekki úrslitum.

„Við viljum hafa kerfi til að ná í og halda góðu starfsfólki. Þetta eru lágar upphæðir og breyta því einar og sér ekki öllu. En þetta mun hjálpa til við að minnka deildarveggi innan fyrirtækisins,“ segir hann í samtali við Markaðinn.