Már Guðmundsson spáir því að vextir muni hækka í ágúst. Þetta kom fram hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag.

Már sagði að aðeins kraftaverk kæmi í veg fyrir frekari hækkun og mögulega meiri en í dag, þegar Seðlabankinn hækkaði vexti um 0,5%.

Orðrétt sagði Már þetta: „Þess vegna verður að verða eitthvert kraftaverk ef að það verður ekki vaxtahækkun nú í ágúst og hún verður. Spurningin er bara hvað hún verður stór og líkurnar eru þær eins og við gefum í skyn í yfirlýsingu að hún verði ekki sú minnsta og kannski af þessari stærðargráðu og kannski meiri.“

Stýrivextir hækkuðu í morgun úr 4,5% í 5% í morgun.