Ambrose Evans-Pritchard, blaðamaður The Telegraph, heldur því fram að gríski stjórnarflokkurinn Syriza hafi í raun og veru viljað „tapa“ þjóðaratkvæðagreiðslunni sem haldin var á sunnudag.

Forsætisráðherrann Alexis Tsipras ákvað óvænt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að skilyrði lánadrottna yrðu samþykkt eða ekki. Hann barðist opinberlega fyrir því að Grikkir myndu segja „Nei“ og hafna kröfum lánadrottnanna. Þó ku hann hafa verið sannfærður um að Grikkir myndu kjósa „Já“.

Áróður Tsipras virðist hins vegar hafa virkað. Mun fleiri Grikkir kusu „Já“, eða 61 prósent þeirra. Virtist Syriza því hafa unnið stóran sigur.

En í frétt sinni fullyrðir Evans-Pritchard að nú sé allt að hrynja eins og spilaborg hjá Syriza, forsætisráðherranum Tsipras og allri grísku þjóðinni.

„Það sem átti að vera fögnuður á sunnudag breyttist í martröð,“ skrifaði Evans-Pritchard meðal annars.S