Niðurskurður og aðrar aðhaldsaðgerðir í ríkisrekstri Evrópuríkja eru of harkalegar og geta aukið hættuna á því að draga úr efnahagsbatanum eftir fjármálakreppuna, að mati Bill Gross, stofnanda og sjóðsstjóra hjá Pimco, einum stærsta skuldabréfasjóði heims. Hann segir í samtali við breska dagblaðið Financial Times að stjórnvöld í Bretlandi og raunar á meginlandi Evrópu telja að niðurskurður á fjárlögum hins opinbera muni skila sér í hagvexti. Svo er ekki, að hans mati.

Gross vísar m.a. til þess villu sem talin er liggja í reiknilíkani hagfræðinganna Kenneth Rogoff og Carmen Reinhart við Harvard-háskóla máli sínu til stuðnings. Samkvæmt reiknilíkaninu hefur mikil skuldsetning áhrif á hagvöxt ríkja. Niðurskurður keyrir samkvæmt því hagvexti í gang á ný. Hann vísar því jafnframt á bug að skuldabréfaeigendur séu óvinveittir hagvexti.

„Eigendur skuldabréfa vilja eins og eigendur hlutabréfa sjá hagvöxt. Til lengri tíma litið er niðurskurður og jafnvægi í ríkisfjármálum mikilvægur,“ segir hann í samtali við blaðið og leggur áherslu á mikilvægi þess að halda skuldahlutfalli í ríkisrekstri í réttu hlutfalli við landsframleiðslu.

Í greininni er þrátt fyrir þeirra bent á að þriðjungur eigna í einum sjóða Pimco, Total Return Fund, hafi samanstaðið af ríkisskuldabréfum.