*

mánudagur, 25. október 2021
Innlent 14. ágúst 2017 17:34

Sagði af sér í mótmælaskyni

Gustað hefur um Donald Trump eftir að hann vildi ekki fordæma öfgahópa sérstaklega. Hann hefur nú fordæmt kynþáttahatur.

Pétur Gunnarsson
epa

Ken Frazier, forstjóri lyfjarisans Merck, hefur sagt sig úr framleiðsluráði Trump stjórnarinnar til að mótmæla aðgerðaleysi og viðbrögðum Donald J. Trump Bandaríkjaforseta við átaka sem brutust út í Charlottesville í Virginíufylki. Kona var myrt af öfga-hægrisinnuðum mótmælanda og kynþáttahatara og hefur Trump í kjölfarið verið harðlega gagnrýndur fyrir það að afneita ekki öfga-hægri öflum í Bandaríkjunum. Donald Trump vísaði upphaflega til þess að margar hliðar ættu sök á því sem gerðist í mótmælunum í Charlottesville í Virginíu, en nefndi ekki öfgahópa á borð við nýnasista eða KKK á nafn í samhengi atburðanna í Charlottesville. Hann hefur síðan þá gagnrýnt þá hópa sérstaklega eins og kemur fram neðar í fréttinni.

„Ég finn fyrir ábyrgð að standa upp gegn þröngsýni og öfgakreddum,“ sagði Merck þegar hann tilkynnti um afsögn sína. Hann bætti við að bandarísk stjórnvöld þyrftu að afneita gildismati hvítra þjóðernissinna sem er á skjön við gildismat Bandaríkjanna sem byggir á jöfnum tækifærum. 

„Getur haldið áfram að LÆKKA SVIKA LYFJAVERГ

Forseti Bandaríkjanna tók ekki vel í afsögn Fraizers og skrifaði beinskeitt skilaboð til hans: „Nú þegar Ken Fraizer hjá Merck Pharma hefur sagt af sér úr framleiðsluráðinu, hefur hann meiri tíma til að LÆKKA SVIKA LYFJAVERГ. Fyrr á árinu hafði Trump kallað eftir því að lyfjafyrirtæki myndu lækka verð. Á fundi með forstjórum lyfjafyrirtækja hafði Trump sagt að ef að lyfjafyrirtækin myndu færa þjónustu sína aftur til Bandaríkjanna gætu stjórnvöld séð til þess að afgreiðslutími nýrra lyfja væri styttur og að regluverk í kringum ný lyf yrði minnkað. 

Fraizer er ekki eini forstjórinn sem hefur sagt af sér í mótmælaskyni vegna aðgerða Trump. Fyrrverandi forstjóri Uber, Travis Kalanick yfirgaf nokkurs konar viðskiptaráð Trump stjórnarinnar vegna stefnu Trumps í innflytjendamálum. Enn fremur sagði Elon Musk sig úr nefnd á vegum Trump sem og Robert Iger, forstjóri Walt Disney, vegna stefnu Trump í loftslagsmálum. Því virðist vera að færri og færri forkólfar í bandarísku viðskiptalífi styðji forsetann. Um málið er fjallað í frétt ReutersBBCCNBC, og Washington Post. 

Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, tísti í harðyrðri gagnrýni að Trump: Einangrum þá sem reyna að aðskilja okkur. 

Trump fordæmir rasisma

Donald Trump gaf rétt í þessu frá sér yfirlýsingu þar sem að hann fordæmdi rasisma og sagði að þeir sem að nýttu sér rasisma til að hvetja til ofbeldis væru glæpamenn og fúlmenni, þar meðtalin KKK samtökin, nýnasistar og hvítir þjóðernissinnar. Ummæli Trump féllu tveimur dögum eftir að mótmæli öfga-hægrimanna í Charlottesville fóru fram. Þetta kemur fram í frétt New York Times.