Tidjane Thiam, framkvæmdastjóri Credit Suisse, hefur sagt af sér vegna njósnahneykslis innan bankans, sem fól í sér að háttsettir yfirmenn bankans hafði verið undir eftirliti einkaspæjara á mála hjá rekstrarstjóranum, Pierre-Olivier Bouée. BBC segir frá .

Thiam hættir störfum eftir aðeins viku, og yfirmaður bankans í Sviss, Thomas Gottstein, verður arftaki hans.

Málið komst fyrst í hámæli í September þegar í ljós kom að Bouée hafði látið elta Iqbal Khan, framkvæmdastjóra eignastýringar, en nýverið viðurkenndi bankinn að mannauðsstjóra bankans, Peter Goerke, hafi einnig verið veitt eftirför.

Thiam stígur til hliðar til að vernda orðstír bankans að sögn stjórnarformannsins, Urs Rohner, sem þvertekur fyrir orðróma um að samband sitt við Thiam – sem gegnt hefur stöðunni síðastliðin fimm ár – hafi súrnað vegna málsins.

Stjórn bankans samþykkti afsögn Thiam einróma, þrátt fyrir stuðningsyfirlýsingar veigamikilla hluthafa, sem sumir hverjir vildu fremur sjá Rohner fara.