Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við Mbl.is , að flokkarnir þrír væru búnir að að gefa sér tíma til að ræða um afstöðu þeirra til Evrópusambandsins og að talsvert beri í milli flokkanna þegar kemur að þeim málum. En hann telur þó að ef að málið væri lagt til þingsins til að finna lausn á því.

Hann tekur einnig fram að að hann hefði ekki farið í þessar stjórnarmyndunarviðræður nema að hann tryði því að hægt væri að finna lausn á þessum málum. Þó séu enn fjölmörg mál sem á enn eftir að ræða. Hann segir að nú sé mikilvægt að nýta næstu sólahringa vel sem eru framundan og láta reyna hvort að hægt sé að koma sér saman um stjórnarsáttmála.

Bjarni segist jafnframt bjartsýnn um önnur mál, þar á meðal sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál. Hann telur að hægt verði að ljúka stjórnarmyndunarumræðum nokkuð fljótt. Haft er eftir Bjarna í viðtalinu á Mbl.is, að hann teldi þingmeirihlutan ekki tæpan ef að menn stæðu saman og mynduðu samheldinn meirihluta.