*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 28. apríl 2017 08:08

Segir áhrif af komu Costco oftúlkuð

Forstjóri Festi, eiganda Krónunnar og Elko bendir á að bestu verslanir Costco velta því sama og ársvöxtur íslenskrar smásölu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Nú þegar einungis um þrjár vikur eru í að verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ opnar eru miklar þreifingar í íslensku viðskiptalífi og aukin afsláttarboð sem margir tengja við opnun verslunarinnar.

Jón Björnsson forstjóri Festi hf., sem á og rekur Krónuna og ELKO meðal annarra fyrirtækja, telur hins vegar að verið sé að oftúlka áhrifin af komu Costco að því er Morgunblaðið greinir frá.

„Þetta er nú bara ein búð, þótt hún sé að vísu stór. Við höfum vitað af áformum Coscto um að koma hingað í þrjú eða fjögur ár og ekki verið neitt taugaveiklaðir vegna þeirra áforma. Við vitum hver álagningin þeirra er og ég veit að Krónan og ELKO eru með svipaða álagningu og Costco,“ segir Jón en segir jafnframt að menn viti ekki innkaupsverð fyrirtækisins.

„Ef Costco er með svipað innkaupsverð og við, þá er ekkert mál að keppa við þá, þannig að við erum alveg rólegir.“

Jafngildir 2,5% af smásölumarkaðnum

Íslenski smásölumarkaðinn veltir um 400 milljónum króna, en Jón bendir á að bestu verslanir Costco velti um 10 til 12 milljörðum króna á ári.

„Segjum að þessi búð í Garðabæ verði ein af bestu verslunum Costco, þá myndi hún velta um 2,5% af íslenska smásölumarkaðnum,“ segir Jón og spyr hvort það sé einhver heimsendir fyrir íslenska samkeppnisaðila.

„Nei, 2,5% er eðlilegur ársvöxtur í smásölunni. Vissulega verða breytingar á markaðnum, þegar Costco kemur, en eigum við ekki að leyfa þeim að opna, áður en við förum á taugum?“

Stikkorð: Krónan Costco Festi Elko Festir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is