Svandís Svavarsdóttir, þingsflokksformaður Vinstri Grænna, segir misrétti og ójöfnuð hafa aukist í íslensku samfélagi og um allan heim og þykir henni það óviðunandi.

Svandís segir að brauðmolakenningin svokallaða, sem gengur út á að peningar þeirra ríku skili sér til fátækra, sé úrelt. Lét hún þessi orð falla á landsfundi VG, sem settur var á Selfossi í dag, en RÚV greinir frá.

„Það er bara full ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu. Við sjáum að alþjóðlegar mælingar, meira að segja alþjóðlegar stofnanir segja að brauðmólakenningin sé úrelt“ segir Svandís.

„Við erum með ríkisstjórn sem er leidd af tveimur ungum mönnum sem að aðhyllast þessa gömlu hugmyndafræði. Þeir tala tala eins og ef það verði bara meiri hreyfing á fjármagninu í samfélaginu og meiri peningar fara til þeirra ríku að þá megi hinir fátæku búast við því að það hrjóti brauðmolar af þeirra nægtaborði. Þetta er úrelt hugsun og hún gengur ekki upp lengur. Það er ákall eftir meira vinstri og meiri jöfnuði.“