Ný frumvörp um kvótakerfið
Ný frumvörp um kvótakerfið
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að ákvörðun um að breyta útreikningi tollkvóta úr magntolli í verðtoll hafa tekið mið af gjaldeyrishöftum, ástandi í atvinnumálum og fæðuöryggi landsmanna. Tillaga um breytingarnar kom ekki frá ráðgjafanefnd stjórnarráðsins um tollamál heldur af Jóni.

Jón sendi í dag frá sér tilkynningu vegna umræðu um álit umboðsmanns Alþingis um úthlutun tollkvóta í landbúnaði. „Ákvörðunin var tekin í samræmi við samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna um að standa vörð um innlenda framleiðslu og störf í matvælaiðnaði,“ segir Jón í tilkynningunni.