Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir Martin Jackson, ræðumann á morgunverðarfundi Landvirkjunnar, ekki hafa dregið upp lýsandi mynd af orkumarkaði landsins að því er Fréttablaðið greinir frá.

Byggist gagnrýni Sigurðar á að Jackson hafi notað tölur frá árinu 2018 og meðalverði og nefnir sem dæmi um versnandi samkeppnisstöðu að Advania hyggst reisa gagnaver í Svíþjóð eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um .

„Staðan er ekki sú sama í dag því það hefur verið endursamið við stóra orkukaupendur,“ segir Sigurður.

Vísar hann þar til samninga við Elkem á Grundartanga og Norðurál og kennir um hækkandi verðstefnu Landsvirkjunnar síðasta áratuginn, þvert á lækkandi verð Nordpool.