*

þriðjudagur, 26. maí 2020
Innlent 17. janúar 2020 09:09

Segir málflutning álsérfræðings villandi

Framkvæmdastjóri SI segir að notast hafi verið við úreltar tölur hjá Landsvirkjun. Orkuverð hér sé ekki samkeppnishæft.

Ritstjórn
Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Eyþór Árnason

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir Martin Jackson, ræðumann á morgunverðarfundi Landvirkjunnar, ekki hafa dregið upp lýsandi mynd af orkumarkaði landsins að því er Fréttablaðið greinir frá.

Byggist gagnrýni Sigurðar á að Jackson hafi notað tölur frá árinu 2018 og meðalverði og nefnir sem dæmi um versnandi samkeppnisstöðu að Advania hyggst reisa gagnaver í Svíþjóð eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um.

„Staðan er ekki sú sama í dag því það hefur verið endursamið við stóra orkukaupendur,“ segir Sigurður.

Vísar hann þar til samninga við Elkem á Grundartanga og Norðurál og kennir um hækkandi verðstefnu Landsvirkjunnar síðasta áratuginn, þvert á lækkandi verð Nordpool.