*

laugardagur, 23. október 2021
Innlent 28. júní 2013 11:38

Segir Alþingi ekki nógu fjölskylduvænan vinnustað

Stjórnarandstæðingar vilja ekki funda fram á kvöld. Bjarni Benediktsson segir ekkert að því að funda á laugardegi til að klára málin.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Róbert Marshall í þungum þönkum á Alþingi.
Axel Jón Fjeldsted

Stjórnarandstæðingar tóku ekki vel í það á Alþingi í dag þegar lagt var til að þingfundur verði haldinn fram á kvöld. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði það líklega einsdæmi að kvöldfundur sé haldinn á föstudegi. Tillagan var samþykkt.

„Þetta finnst mér ekki góður bragur,“ sagði hann og taldi úrlausnarefnin ekki þess eðlis að funda verði fram á kvöld.

Getur allt eins fundað á laugardegi

Þá sagði Róbert Marshall, þingmaður og þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, benti á að þingfundir hafi staðið stutt í vikunni, lokið um miðjan dag og rifjaði upp að á síðasta þingi hafi verið gerðar athugasemdir við það að Alþingi væri ekki nægilega fjölskylduvænn staður. Undir þetta tóku fleiri, s.s. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sem lagðir gegn lengri þingfundum, hvað þá fundum um helgar, nema ef fyrir liggur sérstakt samkomulag á milli stjórnar og stjórnarandstöðu.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sagði ekkert nema eðlilegt að menn taki allan daginn til að ljúka brýnum málum og geri ráð fyrir fundi á morgun. „Mér finnst betra að við notum dagana á þinginu til að ljúka málum,“ sagði hann og benti á að sökum þess hve hægt mál þokist sé hætt við að sumarþingið standi fram í júlí.