*

laugardagur, 15. maí 2021
Erlent 16. nóvember 2020 15:31

Segir Apple brjóta gegn neytendum

Talið er að Apple sé að brjóta gegn friðhelgi neytenda og hefur aðgerðasinni því lagt fram kvörtun til þýskra og spænskra yfirvalda.

Ritstjórn
Tim Cook er forstjóri Apple sem er sömuleiðis verðmætasta fyrirtæki heims ásamt Saudi Aramco.
epa

Tæknirisinn Apple getur fylgst með ferðum þeirra sem notast við síma fyrirtækisins án þeirra vitundar eða samþykkis og er með því að brjóta gegn reglugerðum Evrópusambandsins. Þetta segir Max Schrems sem er austurrískur aðgerðasinni. Schrems hefur lagt fram kvörtun til þýskra og spænskra yfirvalda, að því er segir í frétt Financial Times.

Schrems stofnaði óhagnaðardrifin samtök sem heita noyb árið 2017. Samtökin telja að búnaðurinn IDFA, sem fyrirfinnst í öllum Apple símum, leyfi fyrirtækinu auk þriðja aðila að bera kennsl á hegðun neytenda án þeirra vitundar eða samþykkis. 

Engar niðurstöður liggja fyrir en Schrems hefur haft betur í einni ákæru á þessu ári. Í því máli komst dómstóll Evrópusambandsins að þeirri niðurstöðu að samningur milli þúsunda fyrirtækja sem leyfir félögum að færa gögn milli Evrópu og Bandaríkjanna tryggi ekki friðhelgi Evrópubúa.

Stikkorð: Apple Friðhelgi