Ekki hefur verið hægt að sýna fram á árangur markaðsátaksins Ísland allt árið. Friðrik Eysteinsson rekstrarhagfræðingur sagði í samtali við Ríkisútvarpið ( RÚV ) í kvöld að niðurstöður markaðsrannsókna sem hafi átt að mæla árangurinn hafi í nokkrum tilvikum verið rangar eins og þær eru settar fram í áfangaskýrslu Íslandsstofu. Hann segir að ef stuðst er við réttar tölur þá er ekki hægt að sýna fram á árangur nema í einu þeirra landa sem árangur markaðsátaksins var kannaður.

Ríkið hefur var 600 milljónum króna í átakið og hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um hátt í 20% árlega á síðastliðnum þremur árum.

Friðrik segir ekki hafa verið sýnt fram á að herferðin hafi átt þar hlut að máli.