*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 16. mars 2015 13:10

Segir ásakanirnar tilhæfulausar

Varaformaður stjórnar KPMG segir fyrirtækið ekki hafa verið ráðgjafa Sjóklæðagerðarinnar við öfugan samruna.

Edda Hermannsdóttir
KPMG.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Sjóðklæðagerðin, 66°Norður, hefur stefnt KPMG vegna ráðgjafar um öfugan samruna sem gerður var árið 2006. Þetta staðfestir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri Sjóklæðagerðarinnar. Fyrirtækið fer fram á tæpar 215 milljónir króna auk vaxta í skaðabætur.

Símon Á. Gunnarsson, varaformaður stjórnar KPMG, segist hins vegar fagna niðurstöðunni í máli Toyota gegn Deloitte þar sem það mál sé í stórum dráttum hliðstætt.

„Staðan á okkar máli er þannig að lögmenn hafa skilað inn greinargerð til Héraðsdóms þar sem þeir krefjast aðallega að málinu verði vísað frá dómi þar sem málið er vanreifað. Til vara er krafist sýknu. Fyrst og fremst á þeirri forsendu að þær ásakanir sem á okkur eru bornar eru tilhæfulausar. Við vorum ekki ráðgjafar við þessi kaup á sínum tíma,“ segir hann.

Símon segir kröfuna um samruna félaganna koma fram í lánasamningum við banka og unnið sé eftir þeirri forsendu.

„Ég held það sé ágætt að vísa í orðalagið í Toyotamálinu, svona voru menn að gera þetta á þessum árum og menn sáu ekki fyrir seinni tíma skoðanir skattyfirvalda.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.