Warren Buffett fjárfestir segir bandaríska banka í mun betri stöðu en þá evrópsku. Sjálfur hefur Buffett fjárfest fyrir um 19 milljarða dollara í bandarískum fjármálastofnunum, í gegnum félagið Berkshire Hathaway. Ársfundur félagsins var haldinn í gær.

Buffett sagði bandaríska bankakerfið í fínu formi, ólíkt því evrópska. Berkshire er stærsti hluthafi í Wells Fargo þar sem hlutur félagsins nemur um 12 milljörðum dala. Þá setti félagið 5 milljarða dollara í Bank of America í fyrra og á hlutafé í USB að andvirði 2,2 milljarðar dala.