Róbert Wessmann segir Björgólf Thor hafa fengið hlut sinn í Actavis gefins, en þeir Róbert og Björgólfur hafa lengi eldað grátt silfur og höfðað fjölmörg dómsmál gegn hvorum öðrum.

Margfaldar skuldir sett inn í Actavis

Segir Róbert meðal annars að hann hafi verið plataður til að skoða fyrirtæki erlendis svo Björgólfur gæti plottað yfirtöku sína á Delta þar sem Róbert var forstjóri. Þegar sameinað félag Delta og Pharmaco, Actavis, hafi svo verið tekið af markaði eftir að Björgólfur eignaðist það allt, hafi margfaldar skuldir verið settar inní félagið.

Loks segir hann að Deutsche Bank og Björgólfur hafi tryggt að hlutir hans í Actavis sem í dag hlaupi á hundruðum milljóna króna í verðmæti hafi verið teknir af honum eftir hrun. Þetta kemur fram í frétt Vísis um málið.